Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur Heilsustofnunar hefur tekið saman góðar næringarreglur til að tileinka sér í heilbrigðum líffstíl.
- Njótum matarins og borðum hægt
Meltingin verður mun betri og við nýtum betur matinn ef við borðum hægt og njótum matarins. Það tekur heilann um 15 mín að fá skilaboð frá maganum að hann sé fullur, því er mikilvægt að gleypa ekki of mikið í sig á nokkrum mínútum. - Njótum matarins og borðum hægt
Meltingin verður mun betri og við nýtum betur matinn ef við borðum hægt og njótum matarins. Það tekur heilann um 15 mín að fá skilaboð frá maganum að hann sé fullur, því er mikilvægt að gleypa ekki of mikið í sig á nokkrum mínútum. - Borðum reglulega yfir daginn
A.m.k. 3 máltíðir á dag. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku og minnkar ofát. - Borðum í meðvitund
Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög hitaeingaríkan mat. - Borðum næringarríkan morgunverð – ALLA daga!
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd. - Tökum lýsi eða D-vítamín (sérstaklega yfir vetrarmánuðina)
Við búum það norðarlega á Jarðarkringlunni að við fáum lítið af sól a.m.k. 9 mánuði á ári. En sólargeilsar geta gefið okkur D-vítamín. D-vítamín er líka mjög óalgengt í almennum matvörum, það er helst ef maður er mjög duglegur að borða mikið að feitum fiski að maður fái nóg D-vítamín. - Minnkum viðbættan sykur í mataræðinu eins og við getum
Auðveldasta ráðið til að minnka viðbættan sykur í mataræði sínu er að draga sem mest úr gosneyslu. Bragðbættar mjólkurvörur innihalda líka oft mikið af sykri. Kex, kökur og sætindi eru að stórum hluta sykur. - Ekki versla í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi
Freistingar í óhollan mat verða meiri ef maður fer í búðina illa fyrir kallaður/kölluð. - Nærðu sálina – munum að brosa
Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef að við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við borðum óhollt. - Fjárfestu í þér og heilsu þinni en ekki megrunariðnaðnum!
Kauptu frekar dýra og endingargóða gönguskó en nýjasta „undra“ megrunarduftið eða pillurnar.
Comments are closed.