Hvernig notar maður sauna og gufubað rétt – hvað þarf að hafa í huga?
- Ekki fara of svangur eða of saddur inn í sauna
- Áður en farið er inn í sauna skal alltaf fara í sturtu, líka til að losna við húðfituna
- Þurrka sér vel áður en maður fer inn í klefann (þurr húð svitnar betur)
- Gott er að fara í heitt fótabað áður
- Sauna er slökun, þess vegna slaka á og njóta
- Saunabað tekur 8- 12 mínútur og alls ekki meira en 15 hvert skipti, hægt að endurtaka tvisvar til fjórum sinnum
- Gott er að fara út undir bert loft til að kæla sig og fá sér ferskt loft (ca 2 mín.)
- Gott er að kæla sig milli skipta, annað hvort í kaldri sturtu eða köldum potti
- Gott er að hvíla sig á milli
- Maður ætti ekki að drekka fyrr en eftir síðustu ferðina, ekki alkóhól, heldur vatn eða útþynnta ávaxtasafa
- Hitastig sauna er á bilinu 75°C- 95°C, hjá okkur hér á Heilsustofnun er hitastigið 85°C
- Hitastig gufubaðs er á bilinu 46°C-52°C
- Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota sauna eða gufubað í samráði við lækni
Athugasemdir hjartalæknis varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir
Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt. Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings.
Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.
Comments are closed.