Á Heilsustofnun er boðið upp á heilsuböð með baðolíum, sem innihalda m.a. ilmkjarnaolíur og jurtaolíur. Böðin eru venjulega 37-38° heit og taka 15 mín. 

Æskilegt er að hvíla sig eftir böðin og fara ekki í þau eftir þungar máltíðir.

  • Kvefbað
  • Kamillubað gegn margskonar húðvandamálum
  • Gigtarbað, bað við liðverkjum:
    • Olía í baðið sem slær á strengi eftir líkamleg átök
      Mýkir upp líkamann og dregur úr þreytuverkjum.
      Inniheldur: Víðibörk, eini, blóðberg og fíflarót.
  • Slökunarbað:
    • Baðolía sem róar líkamann og veitir góða slökun. Mýkir og nærir
      húðina.
      Inniheldur: Hlaðkollu, gullkoll, fjallagrös og lavender.
  • Frábendingar:
    • Alvarlegir hjartasjúkdómar
    • Sjúklingar nýkomnir úr mjaðma- eða hnéaðgerð
    • Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota heilsuböð í samráði við lækni.

Athugasemdir hjartalæknis  varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir

Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt.  Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings. 

Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.

Comments are closed.