Heilsunudd er í raun gott fyrir alla, það er jafn mismunandi og þeir sem gefa það, engir tveir nuddarar vinna eins, en þeir eru samt sem áður að miðla þeirri kunnáttu sem hver og einn tileinkar sér út frá námi, tilfinninganæmi og auðvitað nuddþeganum.
Heilsunuddi tilheyra ýmiss konar meðferðir eins og t.d.:
- Klassískt nudd
- Svæðanudd
- Triggerpunkta meðferð
- Heildrænt nudd
- Kinesiology
En þó ekki sé endilega verið að nota nuddaðferðirnar einar og sér, þá er þeim oft blandað saman í meðferðum.
Tilgangur nuddmeðferðar er að vekja vellíðan hjá einstaklingum, t.d.með því að vinna að mýkri vöðvum sem gefur nuddþeganum slökun og hjálpar þá til við að losa um spennu.
Þegar vöðvar eru mýktir með nuddi þá auðveldar það hreyfigetu.
Nudd örvar blóð- og súrefnisflæði líkamans, það hjálpar til við losun úrgangsefna, er streitulosandi og gefur einstaklingum tilfinningu slökunar.
Comments are closed.