Bakstrar hafa gagnast vel við gigtarverkjum og vöðvaspennu/vöðvabólgu.

Markmiðið með þessari meðferð er að bæta líðan dvalargesta með tilliti til slökunar og áhrifa hennar á spennta vöðva.

Notaðir eru leirbakstrar sem bæði eru þrifalegir og auðvelt að móta, þeir eru hitaðir í ca 63°C heitu vatni, bakstrarnir eru ca 50°C við notkun.

Þeir eru notaðir á króníska verki (verkir sem hafa staðið yfir í 48 klst. eða lengur).

Tímalengdin 20-30 mínútur er talin gefa góðan árangur til að auka blóðflæði til vöðvanna og gefa góða slökun.  Hafa þarf handklæði á milli.

Comments are closed.