Iðjuþjálfun í listasmiðju (Gestaltungstherapie)
Best er að hugsa sem minnst þegar málað er.
Með því er mögulegt að hver og einn geti fundið í sjálfum sér sitt eigið þema.
Sköpunarmeðferð (Gestaltungstherapie) er einstaklings- eða hópmeðferð og hafa aðferðirnar mismunandi kosti. Hópmeðferðin getur bætt samskipti sem er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með sterka hömlun og þá sem eiga í sambandsvandamálum. Það stuðlar að félagslegum tengslum sem byggja upp sjálfsálitið og skapa þeim betri skilyrði, til dæmis til að komast aftur út í atvinnulífið. Í einstaklingsmeðferðinni er betur hægt að sinna einstaklingnum og hans þörfum.
Í meðferð er tjáningarmiðuð aðferð notuð, hún þjónar sem hvati, sjálfstjáning og samskiptatækni.
Listræn tjáning eykur meðvitund um andlegan óróa og hjálpar við að sigrast á innri átökum. Að vinna með liti í meðferðinni stuðlar að sjálfsheilun. Meðferðin veitir þér dýpri skilning á þínum tilfinningum með því að vekja upp viðbrögð annarra á þinni sköpun. Einnig kemstu í návígi við eigið innsæi í ferlinu sem hjálpar að tengja eigin þroska við núverandi hegðunarmynstur. Virk sköpun kemur þér í samband við eigin tilfinningar, ótta, vonir og veitir létti og gleði. Með þessari innsýn í eigin upplifun getur þú hjálpað þér að bæta sjálfan þig. Með hjálp sköpunar geta tilfinningar orðið sýnilegar fyrir hvern einn og aðra.
Meðferðarmarkmið:
- Endurreisn í félagslegu og atvinnulífi
- Styrkja sjálfs-tjáningu
- Leyfa útrás fyrir reiði
- Skilningur á eigin tilfinningum
- Sjá tengingu milli lífsferils og tengdra vandamála og átaka
- Reynsla við sköpun
- Þroskun ímyndunarafls
- Hópsamskipti
- Skoða eigin tilfinningar og hegðun
- Dreifa huganum og slökun
- Bæta traust og öryggi
- Bæta sjálfsímynd með hópumræðu
- Efla sköpunargáfu
- Efla tjáningu um núverandi líðan
- Takast á við tilfinningar
- Sjálfsmat og íhugun
Iðjuþjálfi Heilsustofnunar er Roswitha Hammermueller
Comments are closed.