Köld böð hafa örvandi áhrif á efnaskipti, taugar og blóðflæði.
Fyrstu viðbrögð líkamans við kulda eru að þrengja húðæðar, hækka blóðþrýstinginn og auka blóðflæði til hjartans. Öndunin verður dýpri, sem hjálpar við að lofta um lungun og styrkir hjartavöðva. Eftir nokkrar sekúndur eða mínútur gera taugaboð það að verkum að háræðar í húðinni víkka út. Þetta veldur notalegri hitatilfinningu og vellíðan.
Til að tryggja virkni kalda baðsins er nauðsynlegt að allur líkaminn sé heitur, t.d. strax eftir að farið er á fætur á morgnana, eftir líkamlega vinnu eða eftir göngutúr.
- Aldrei fara í kalt vatn þegar manni er kalt!
- Lengd kalda baðsins: 4-20 sekúndur
- Hitastig vatnsins: Hámark 15°C
- Eftir baðið er best að fara upp í heitt rúm eða hreyfa sig.
Gott við:
- Lélegum efnaskiptum
- Gigt, liðagigt
- Svefnleysi
- Lélegu blóðflæði (kaldar hendur eða fætur, kulsækni).
Frábendingar:
- Sumir hjartasjúkdómar, t.d. mitral stenosis
- Sótthiti
- Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota köld böð í samráði við lækni
Athugasemdir hjartalæknis varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir
Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt. Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings.
Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.
Comments are closed.