Áratuga reynsla er af notkun leirbaða hjá Heilsustofnun. Leirinn sem notaður er fæst úr hverum í nágrenni Heilsustofnunar. Í honum er m.a. kísilsýra sem talin er góð fyrir húðina og er hitinn ca 38 – 40 gráður.
Djúpur hiti, slakar á vöðvum og linar stoðkerfisverki.
Notkun og áhrif:
- Vöðvabólga
- Gigt
- Húðvandamál (psoriasis )
- Eykur hreyfigetu
- Dregur úr verkjum
- Virkar gegn streitu
Frábendingar:
- Blóðþrýstingsvandamál
- Hjarta- og kransæðasjúkdómar
- Truflun á blóðrás
- Nikkelofnæmi
- Opin sár
- Þungun
- Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota leirböð í samráði við lækni
Athugasemdir hjartalæknis varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir
Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt. Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings.
Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.
Comments are closed.