Leiðir til að léttast

Leiðir til að léttast og halda blóðsykri í skefjum

Maturinn á Heilsustofnun er mjög næringarríkur og vel úti látinn en það vel hægt að þyngjast hér ef ekki að hugað að mataræðinu. Þeir sem þurfa og hafa það sem markmið að léttast á meðan á dvölinni stendur þurfa að hafa nokkur atriði í huga:

Skammtastærðir
Gæta þarf að því að fá sér bara einu sinni á diskinn og er þetta einnig góð regla til að taka með sér heim. Tvær stærðir af diskum eru til og er hægt að velja minni diska fyrir þá sem vilja minnka skammta enn frekar.

Matarval
Fita og prótein metta betur en kolvetni og mikilvægt er að reyna að velja prótein- og fituríkar matvörur. Kolvetnin ættu að vera gróf og takmörkuð  til að halda blóðsykri í skefjum.
Próteinríkar matvörur: Fiskur, egg, baunir, skyr, AB-mjólk
Fituríkar matvörur: Smjör, olíur, feitur fiskur, hnetur, fræ, avocadó
Kolvetnaríkar matvörur: Brauð, ávextir, kartöflur, þurrkaðir ávextir, pasta, grjón og bygg. Takmarka eftir alvarlega offitu og sykursýki.
Grænmeti er ríkt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum en oftast frekar hitaeiningalétt og má því neyta þess í góðum skömmtum (1/2 af disknum) en þó er sniðugt að takmarka neðanjarðargrænmeti eins og kartöflur, rófur og gulrætur.

Núvitund
Til þess að ná betra sambandi við mat og ná að léttast er mikilvægt að tileinka sér núvitund á matmálstímum með því að:

  • Tyggja hvern bita 15-20 sinnum
  • Leggja hnífapörin frá sér eftir hvern bita
  • Njóta máltíðarinnar og virkilega finna bragð og lykt af matnum
  • Hætta að borða þegar þú finnur mettun (80% saddur/södd)

Kvöldsnarl
Það eru ávextir í boði hér á Heilsustofnun á kvöldin en þeir eru ekki æskilegir ef maður er að eiga við ofþyngd og sykursýki. Góð regla til að stuðla að þyngdartapi og góðri blóðsykurstjórnun er að sleppa algjörlega að borða eftir kvöldmat og hvíla meltingarveginn í 12 klukkustundir.

Drykkir
Vatn er langbesti svaladrykkurinn og ættir þú reyna að drekka 6-8 vatnsglös á dag (1,5-2L) á dag.  1-2 kaffibollar á dag er í lagi, sérstaklega fyrir þá sem eru vanir að drekka kaffi heima við. Heilsute Heilsustofnunar er vatnslosandi og ekki er æskilegt að neyta þess eftir kvöldmat.

Comments are closed.