Sjúkranudd á Heilsustofnun er framkvæmt af löggiltum sjúkranuddurum.
Meðferðarnudd sem boðið er upp á hjá Heilsustofnun hjálpar skjólstæðingum með víðtæk heilsufarsleg vandamál allt frá vöðvaspennu vegna streitu til alvarlegra veikinda s.s. bæklunar eða krabbameins. Nudd er einstaklingsmiðað og getur haft mjög jákvæð líkamleg jafnt sem andleg áhrif.
Sjúkranuddarar taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu á Heilsustofnun.
Sjúkranudd hjálpar meðal annars við:
- vöðvaspennu
- gigt
- tognunum/vöðvakrampa
- háls- og bakáverkum
- bólgu í liðum
- taugaklemmu
- svefnleysi
- streitu
- kvíða
Comments are closed.