Það var í kringum 1930 að danskur meðferðaraðili, Dr. Vodder sem þá starfaði á frönsku Rivierunni, kynntist fólki sem var með sogæðavandamál.
Hann fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að nudda þetta fólk. Hann kláraði ekki þessa hugmynd sína. Árið 1963 kynntist þýskur læknir að nafni Dr. Asdonk frá Essen í Þýskalandi þessari hugmynd Dr. Vodder. Hann þróaði þessa hugmynd ásamt próf. Dr. Földi og fleirum. Það var svo árið 1972 að þessari vinnu lauk og sogæðameðferð eins og við þekkjum hana í dag var viðurkennd.
Sogæðabjúgur
- Sogæðakerfið er mikilvægt til að hreinsa líkamann af vatni (2-4 lítrar á sólarhring) eggjahvítu, dauðum frumum og bakteríum.
- Þessi líkamsvessi safnast í eitla sem pumpa honum áfram og skila honum að lokum í bláæðakerfið.
- Algengasta örsökin fyrir sogæðabjúg eru skurðaðgerðir, t.d. eftir brjóstakrabbamein. Eftir geislameðferð og útrýmingu eitla er starfsgeta sogæðakerfisins verulega skert og bjúgur getur myndast.
- Það er því mikilvægt að hefja meðferð eins fljótt og unnt er eftir aðgerð, meðan bjúgur er enn lítill og vefurinn mjúkur.
Úrræði við sogæðabjúg á Heilsustofnun:
- Á Heilsustofnun hefur meðferð við sogæðabjúg verið stunduð um árabil.
- Meðferðin er veitt af meðferðaraðilum sem tekið hafa viðurkennd námskeið hjá t.d. þýskum heilbrigðisyfirvöldum.
- Sogæðanudd er langtímameðferð og því um að gera að nota tækifærið í dvöl á Heilsustofnun.
Meðferðin samanstendur af eftirfarandi þáttum:
- Sogæðanudd
- Þrýstiumbúðir
- Leikfimi/æfingar í þrýstiumbúðum
- Hafa hærra undir höndum/fótum
- Umhirða húðar
- Nudd-handtökin eru létt og sársaukalaus.
- Sjúklingar fá leiðbeiningar um hvað ber að forðast og hvað ber að gera í daglegu lífi til að viðhalda árangri.
- Það má með sanni segja að árangur af sogæðameðferð sé í flestöllum tilfellum mjög góður. Ólíkt nuddmeðferðum sem við þekkjum þá er sannarlega hægt að sýna árangur sogæðanudds með tölum.
- Mikilvægt er að hafa hátt undir viðkomandi handlegg eða fótlegg eins oft og eins lengi og unnt er.
- Þrýstiumbúðir eða teygjusokkar eða -ermi
- Engir hitagjafar eins og sólbað, sauna/gufubað eðaheitur pottur!
- Frábendingar fyrir sogæðanudd:
- Bjúgur vegna baktería og veirusýkinga
- Illkynja vöxtur, krabbamein
- Bjúgur vegna lifrar-, hjarta- eða nýrnasjúkdóms
- Frábendingar fyrir vafninga:
- Bláæðaþrengsli
Comments are closed.