Meðferð með hita og kulda er aðallega fólgin í því að minnka verki af hvaða toga sem þeir kunna að vera.
Þessi meðferðartækni hefur verið notuð í aldanna rás og er enn sú meðferð sem notuð er til að draga úr verkjum.
Viðbrögð líkamans við langvarandi vatnshita:
- Hækkar líkamshita
- Örvar starfsemi húðar
- Lækkar blóðþrýsting
- Er vöðvaslakandi
- Hraðar og veikir hjartastarfsemi
- Þenur yfirborðsæðar
- Hraðar og veikir öndun
- Örvar efnaskipti
Viðbrögð líkamans við stuttri meðferð með köldu vatni:
- Hækkar líkamshita
- Örvar starfsemi húðar
- Hækkar blóðþrýsting
- Herpir vöðvana
- Styrkir hjartastarfsemina
- Örvar taugakerfið
- Hægir á og dýpkar öndun
- Örvar efnaskipti
Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota köld/heit böð í samráði við lækni.
Athugasemdir hjartalæknis varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir
Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt. Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings.
Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.
Comments are closed.