Víxlböð og vaðlaugar

Víxlböðin samanstanda af 2 körum.  Í öðru er heitt vatn, ca 38°C en í hinu kalt vatn, ca 12° C

Nauðsynlegt er að byrja á hita og enda á köldu. Farið er til skiptis í heitt og kalt 3-4 sinnum.

Áhrif:

  • Góð blóðrásarþjálfun

Notkun:

  • Notað við fótkulda
  • Gott við þreyttum fótum
  • Gott gegn verkjum í fótum
  • Gott gegn krónískum bólgum í fótum eða ökkla

Ekki ber að þurrka sér mjög fast með handklæði, einungis þerra vel.


Athugasemdir hjartalæknis  varðandi hjartasjúklinga og baðmeðferðir

Ástand hjartasjúklinga er að sjálfsögðu afar misjafnt og á það reyndar við um fólk yfirleitt.  Varðandi baðmeðferðir þarf heilbrigð skynsemi að ráða för og á það við fyrir alla. Hjartasjúklingar með vel meðhöndlaðan sjúkdóm, í stöðugu ástandi, eru oftar en ekki færir í flestan sjó og geta farið í heita potta, sauna og köld böð eins og aðrir. Hjartabilaðir, einkennamiklir með óviðgerðan sjúkdóm og þeir sem eru á flókinni lyfjameðferð skyldu þó ekki stunda baðmeðferðir nema að undangengnu mati hjartasérfræðings. 

Þorkell Guðbrandsson dr.med.
Sérgr. Lyflækningar og hjartalækningar.

Comments are closed.