Rannveig Ingvadóttir
Esther T. Halldórsdóttir
Dögg Jónsdóttir
Bakið er hannað fyrir hreyfingu. Hreyfing getur leyst úr læðingi náttúruleg efni sem draga úr verkjum. Mikilvægt er að hlusta á líkamann og ef það eru einhverjar æfingar sem henta ekki þá má alltaf sleppa þeim eða gera færri endurtekningar. Mundu að meira er ekki alltaf betra. Gangi þér vel.
Einfaldar æfingar til að gera utandyra, upplagt eftir göngutúr eða útihlaup. Hver æfing er endurtekin 10 sinnum eða eftir hentugleika í 30 sek. Sýndar eru erfiðari og léttari útgáfur. Ein umferð af æfingum tekur um 5 mínútur. Gott er að gera 2-3 umferðir. Hver og einn velur sér tónlist sem honum finnst skemmtileg.
Köld böð hafa örvandi áhrif á efnaskipti, taugar og blóðflæði. Fyrstu viðbrögð líkamans við kulda eru að þrengja húðæðar, hækka blóðþrýstinginn og auka blóðflæði til hjartans. Öndunin verður dýpri, sem hjálpar við að lofta um lungun og styrkir hjartavöðva. Eftir nokkrar sekúndur eða mínútur gera taugaboð það að verkum að háræðar í húðinni víkka út. Þetta veldur notalegri hitatilfinningu og
Venjulega er hitastig þeirra 38-40°C, nema í svokölluðum neutral böðum en þar fer hitastigið rétt niður fyrir áhættumörkin og er í kringum 30-32°C. Gott er að vera allt frá 15 mín. upp í 40 mín., allt eftir getu hvers og eins. Áhrif: Eykur blóðrás Örvar sogæðavirkni hjá heilbrigðum einstaklingum Dregur úr bólgum og verkjum í vöðvum Dregur úr vöðvakrampa Eykur
Hvernig notar maður sauna og gufubað rétt – hvað þarf að hafa í huga? Ekki fara of svangur eða of saddur inn í sauna Áður en farið er inn í sauna skal alltaf fara í sturtu, líka til að losna við húðfituna Þurrka sér vel áður en maður fer inn í klefann (þurr húð svitnar betur) Gott er að fara
Þeir eru notaðir vegna ofálags eða áverka til að draga úr verkjum og bólgu, t.d. vegna gerviliðaaðgerða á hnjám. Það hefur sýnt sig að slík meðferð getur dregið úr notkun verkjalyfja. Nota skal rakt stykki utan um baksturinn, annars verður kælingin of mikil. Handklæði er síðan vafið þéttingsfast um baksturinn. Hámarkstímalengd er 15 mínútur. Ef þessum fyrirmælum er ekki fylgt
Bakstrar hafa gagnast vel við gigtarverkjum og vöðvaspennu/vöðvabólgu. Markmiðið með þessari meðferð er að bæta líðan dvalargesta með tilliti til slökunar og áhrifa hennar á spennta vöðva. Notaðir eru leirbakstrar sem bæði eru þrifalegir og auðvelt að móta, þeir eru hitaðir í ca 63°C heitu vatni, bakstrarnir eru ca 50°C við notkun. Þeir eru notaðir á króníska verki (verkir sem