Ritstjórn NLFÍ Hveragerði

14
apr

Víxlböð og vaðlaugar

Víxlböðin samanstanda af 2 körum.  Í öðru er heitt vatn, ca 38°C en í hinu kalt vatn, ca 12° C Nauðsynlegt er að byrja á hita og enda á köldu. Farið er til skiptis í heitt og kalt 3-4 sinnum. Áhrif: Góð blóðrásarþjálfun Notkun: Notað við fótkulda Gott við þreyttum fótum Gott gegn verkjum í fótum Gott gegn krónískum bólgum

Read more

14
apr

Kaldar Kneipp bunur

Kneipp-bunur eru framkvæmdar með köldu vatni (8°-12°C), byrjað er að buna á líkamann fjærst hjartanu og unnið til hjartans án mikils þrýstings á bununni (ca handarbreidd fram úr slöngunni). Aðskilið er í hné-, læris-, mittis-, arm-, andlits- og heilbunur. Ekki er æskilegt að fara beint í hita eftir bunurnar svo að líkaminn bregðist sjálfur við kuldanum. Ekki kalt á kalt,

Read more

14
apr

Leirböð

Áratuga reynsla er af notkun leirbaða hjá Heilsustofnun.  Leirinn sem notaður er fæst úr hverum í nágrenni Heilsustofnunar. Í honum er m.a. kísilsýra sem talin er góð fyrir húðina og er hitinn ca 38 – 40 gráður. Djúpur hiti, slakar á vöðvum og linar stoðkerfisverki. Notkun og áhrif: Vöðvabólga Gigt Húðvandamál (psoriasis ) Eykur hreyfigetu Dregur úr verkjum Virkar gegn

Read more

14
apr

Heilsuböð

Á Heilsustofnun er boðið upp á heilsuböð með baðolíum, sem innihalda m.a. ilmkjarnaolíur og jurtaolíur. Böðin eru venjulega 37-38° heit og taka 15 mín.  Æskilegt er að hvíla sig eftir böðin og fara ekki í þau eftir þungar máltíðir. Kvefbað Kamillubað gegn margskonar húðvandamálum Gigtarbað, bað við liðverkjum: Olía í baðið sem slær á strengi eftir líkamleg átökMýkir upp líkamann

Read more

14
apr

Vatnsmeðferðir

Meðferð með hita og kulda er aðallega fólgin í því að minnka verki af hvaða toga sem þeir kunna að vera. Þessi meðferðartækni hefur verið notuð í aldanna rás og er enn sú meðferð sem notuð er til að draga úr verkjum. Viðbrögð líkamans við langvarandi vatnshita: Hækkar líkamshita Örvar starfsemi húðar Lækkar blóðþrýsting Er vöðvaslakandi Hraðar og veikir hjartastarfsemi

Read more

14
apr

Heilsunudd

Heilsunudd er í raun gott fyrir alla, það er jafn mismunandi og þeir sem gefa það,  engir tveir nuddarar vinna eins, en þeir eru samt sem áður að miðla þeirri kunnáttu sem hver og einn tileinkar sér út frá námi, tilfinninganæmi og auðvitað nuddþeganum. Heilsunuddi  tilheyra ýmiss konar meðferðir  eins og t.d.: Klassískt nudd Svæðanudd Triggerpunkta meðferð Heildrænt nudd Kinesiology

Read more

14
apr

Sogæðameðferð

Það var í kringum 1930 að danskur meðferðaraðili, Dr. Vodder sem þá starfaði á frönsku Rivierunni, kynntist fólki sem var með sogæðavandamál.  Hann fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að nudda þetta fólk.  Hann kláraði ekki þessa hugmynd sína.  Árið 1963 kynntist þýskur læknir að nafni Dr. Asdonk frá Essen í Þýskalandi þessari hugmynd Dr. Vodder. 

Read more

14
apr

Sjúkranudd

Sjúkranudd á Heilsustofnun er framkvæmt af löggiltum sjúkranuddurum. Meðferðarnudd sem boðið er upp á hjá Heilsustofnun hjálpar skjólstæðingum með víðtæk heilsufarsleg vandamál allt frá vöðvaspennu vegna streitu til alvarlegra veikinda s.s. bæklunar eða krabbameins. Nudd er einstaklingsmiðað og getur haft mjög jákvæð líkamleg  jafnt sem andleg áhrif. Sjúkranuddarar  taka þátt í þverfaglegri  teymisvinnu á Heilsustofnun.  Sjúkranudd hjálpar meðal annars við:

Read more

14
apr

Háls og herðar

Komdu þér fyrir framarlega á stólnum eða í þeirri stöðu sem hentar. Langan hrygg og slakar axlir. Hlustaðu á líkamann þinn og ef það eru einhverjar æfingar sem henta ekki þá má alltaf sleppa þeim og mundu að meira er ekki alltaf betra. Gangi þér vel.

7
apr

Standandi & sitjandi æfingar

Hver æfing er í 30 sek. Sýndar eru erfiðari og léttari útgáfur. Ein umferð af æfingum tekur um 5 mínútur. Gott er að gera 2-3 umferðir. Hver og einn velur sér tónlist sem honum finnst skemmtileg.